

Viktor Unnar Illugason og Hrafnkell Freyr Ágústsson voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.
Þátturinn var tekinn upp á meðan töluvert af landsleikjum fóru fram, til að mynda leikur Íra og Portúgala.
Heimir Hallgrímsson þjálfar Írland, sem vann frækinn sigur í leiknum. Þá fékk Cristiano Ronaldo rautt spjald, eins og flestir ættu að þekkja nú.
„Ronaldo var að fá rautt spjald. Heimir hefur náð að kveikja í honum með hvítu tönnunum,“ sagði Hrafnkell og uppskar mikinn hlátur, en Heimir er auðvitað tannlæknir.
„Hann hefur brosað framan í hann,“ skaut Viktor inn í.
Mikið fréttafár varð í kringum þessa uppákomu. Eftir fyrri leik liðanna sagði Heimir að Ronaldo hafi haft áhrif á dómarann.
Vill stórstjarnan meina að Vestmannaeyingurinn hafi einmitt gert það í leik liðanna á dögunum.
Þátturinn í heild er í spilaranum.