fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

433
Laugardaginn 15. nóvember 2025 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Unnar Illugason og Hrafnkell Freyr Ágústsson voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.

Lionel Messi vakti mikla athygli á dögunum þegar hann heimsótti nýjan heimavöll Barcelona, sem er að sjálfsögðu hans fyrrum félag. Mynd sem hann birti þaðan hefur síðan orðið vinsælasta íþróttaljósmynd á árinu á miðlinum vinsæla.

Messi hefur eytt nokkrum dögum á Spáni, meðal annars á La Finca, þar sem Íslendingar eru duglegir að fara í golf. Einhverjir voru víst þar á sama tíma og Messi, eins og fram kom í þættinum.

„Hann er á La Finca, þar sem Íslendingar eru í golfi og fá að sjá hann úr fjarlægð. Það er helvíti góð öryggisgæsla þarna, sagði einn mér sem er þarna. Þú kemst ekkert að honum,“ sagði Hrafnkell áður en Viktor tók til máls.

„Ég talaði við einn sem er með honum á hóteli í morgun og hann sagði að þetta hafi eiginlega verið pirrandi. Á tíundu holunni var lína af öryggisvörðum,“ sagði hann.

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið