

Viktor Unnar Illugason og Hrafnkell Freyr Ágústsson voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.
Lionel Messi vakti mikla athygli á dögunum þegar hann heimsótti nýjan heimavöll Barcelona, sem er að sjálfsögðu hans fyrrum félag. Mynd sem hann birti þaðan hefur síðan orðið vinsælasta íþróttaljósmynd á árinu á miðlinum vinsæla.
Messi hefur eytt nokkrum dögum á Spáni, meðal annars á La Finca, þar sem Íslendingar eru duglegir að fara í golf. Einhverjir voru víst þar á sama tíma og Messi, eins og fram kom í þættinum.
„Hann er á La Finca, þar sem Íslendingar eru í golfi og fá að sjá hann úr fjarlægð. Það er helvíti góð öryggisgæsla þarna, sagði einn mér sem er þarna. Þú kemst ekkert að honum,“ sagði Hrafnkell áður en Viktor tók til máls.
„Ég talaði við einn sem er með honum á hóteli í morgun og hann sagði að þetta hafi eiginlega verið pirrandi. Á tíundu holunni var lína af öryggisvörðum,“ sagði hann.
Þátturinn í heild er í spilaranum.