fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Yfirgaf United í fússi og fékk harkalegar móttökur frá mörgum í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mary Earps fékk blendnar móttökur þegar hún sneri aftur á Old Trafford í fyrsta sinn síðan hún yfirgaf Manchester United síðasta sumar.

Earps gekk þá til liðs við Paris Saint-Germain á frjálsri sölu eftir fimm ár hjá United, en mætti nú fyrrverandi félögum sínum í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöld.

Earps fékk hlýjar móttökur frá hluta stuðningsmanna þegar hún kom inn á völlinn til upphitunar, en þegar flautað var til leiks breyttist stemningin og í hvert skipti sem hún snerti boltann mátti heyra baul frá hluta heimamanna. Þó héldu sumir áfram að klappa henni til heiðurs.

Markvörðurinn fór frá United í fússi og hefur síðan gagnrýnt félagið fyrir sinnuleysi í samningsviðræðum. Hún sagðist þó skilja reiði einhverra eftir leik í gær.

United vann leikinn 2-1 og hefur PSG nú tapað þremur leikjum í röð í Meistaradeildinni.

Earps er fyrrum landsliðskona Englands en hætti óvænt að gefa kost á sér skömmu fyrir EM síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Í gær

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana