fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar

433
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, er staddur í Bakú að fylgja eftir íslenska karlalandsliðinu sem mætir Aserbaísjan í undankeppni HM annað kvöld. Hann kannaði aðstæður á leikvanginum í dag og eitt vakti athygli.

Þetta er afar mikilvægur leikur fyrir Strákana okkar. Sigur þýðir líklega að jafntefli muni duga gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar til að komast í umspil um sæti á HM vestan hafs næsta sumar. Umspilið færi þá fram í mars.

Leikurinn annað kvöld fer fram á Neftci-leikvanginum í Bakú og tók Elvar eftir því að Arnar Gunnlaugsson fær afar lítið pláss til að athafna sig, en aðeins 2 metrar eru frá varamannaskýlinu og að leikfletinum sjálfum.

„Þegar völlurinn var skoðaður vakti strax athygli að þar er þröngt á þingi og stúkurnar ofan í vellinum. Arnar landsliðsþjálfari, sem er vanur ógnarstórum boðvangi Laugardalsvallar, fær ekki mikið pláss til að athafna sig meðan á leik stendur,“ skrifar Elvar meðal annars í skýrslu sína um leikvanginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal