

Taiwo Ogunlabi, betur þekktur sem Ty úr AFTV, hefur sakað öryggisvörð Sunderland um að hafa gengið allt of langt eftir að myndband af átökum þeirra fór eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum.
Atvikið átti sér stað eftir 2-2 jafntefli Arsenal á útivelli gegn Sunderland á sunnudag, þar sem Ty sást verða æstur í orðaskaki við stuðningsmenn heimaliðsins áður en öryggisvörður tók í hann og ýtti honum burt.
Í myndbandinu má sjá vörðinn halda Ty um hálsinn og draga hann í burtu, á meðan hann hrópar í mótmælaskyni.
Best thing I’ve seen all season pic.twitter.com/W3doUaNm2h
— Charlie (@_charliepow) November 8, 2025
Ty ræddi málið á YouTube-rás AFTV á mánudag og sagði að atvikið hefði byrjað þegar stuðningsmenn Sunderland hefðu ögrað Arsenal-aðdáendum eftir dramatískt jöfnunarmark.
„Þeir komu beint í andlitið á okkur, og ég svaraði bara ‘top of the league’. Ég var hvorki dónalegur né blótandi, en vörðurinn brást harkalega við,“ sagði hann.
„Ef þetta hefði verið leikur Sunderland og Newcastle hefði það aldrei verið leyft, það hefði getað farið illa. Sunderland þarf að passa upp á að halda stuðningsmönnum aðskildum eftir svona leik.“
Ekki hefur verið staðfest hvort vörðurinn starfaði fyrir Sunderland eða Arsenal.