
Adam Wharton, eftirsóttur miðjumaður Crystal Palace, hefur brugðist við orðrómum um að hann gæti farið til Manchester United í janúargluggann.
Wharton hefur vakið athygli með Palace og hafa fleiri stórlið, þar á meðal Real Madrid, verið nefnd til sögunnar sem hugsanlegur áfangastaður hans.
„Ég hugsa lítið um þetta. Það eru alltaf orðrómar. Vinir, fjölskylda og bræður mínir senda mér skilaboð og spyrja hvort þetta sé satt. Ég segi bara: Takk fyrir að láta mig vita, því ég vissi það ekki,“ segir hann.
„United og þessi stóru lið eru orðuð 10–20 leikmönnum í einu. Ef ég er einn af tuttugu, þá er það ekkert sérstakt og þýðir ekki mikið. Það sem skiptir máli er hverjir eru í raun tilbúnir að fá þig. Þangað til þá verður maður að sanna sig í leikjum og sýna að maður eigi það skilið.“
Hinn 21 árs gamli Wharton gekk til liðs við Palace frá Blackburn Rovers í janúar 2024 og er fastamaður í liði Oliver Glasner.