
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og kona hans, Anna Bergljót Gunnarsdóttir efnafræðingur, eiga von á barni á næsta ári.
Fyrir eiga þau eina dóttur sem fæddist árið 2023.
Jóhann Páll staðfesti þessi tíðindi í örstuttu spjalli við DV. Áætlað er að barnið komi í heiminn í marsmánuði.
Aðspurður segir ráðherrann að hann muni taka fæðingarolof eins og gengur, en hvenær og hve lengi, hefur ekki verið ákveðið.
Jóhann Páll, sem er fæddur árið 1992, varð alþingismaður fyrir Samfylkinguna árið 2021 eftir frægðarferil sem blaðamaður á DV og Stundinni. Hann varð ráðherra við myndun núverandi ríkisstjórnar 21. desember 2024.
