fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Stórt nafn til nýliðanna

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 16:44

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðskonan Natasha Anasi er gengin í raðir nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur í Bestu deild kvenna.

Þetta er mikill styrkur fyrir Grindavík/Njarðvík, en þess má geta að Natasha var í lokahópi Íslands á EM í sumar

Tilkynning Grindavíkur/Njarðvíkur
Natasha Anasi-Erlingsson gengur til liðs við Grindavík/Njarðvík!

Hafsentinn, Natasha Anasi hefur gert samning við Grindavík/Njarðvík að leika með liðinu út árið 2026 hið minnsta.

Natasha sem er fædd árið 1991 kom fyrst til Íslands árið 2014 eftir að hafa stundað nám og spilað fótbolta með Duke háskólanum árin 2010-2013.

Ferill Natöshu á Íslandi byrjaði hjá ÍBV, áður en hún spilaði með Keflavík, Breiðablik, Brann í Noregi og nú síðast Val.

Árið 2019 fékk Natasha íslenskan ríkisborgararétt en eins og margir eflaust vita þá er Natasha gift Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara meistaraflokks karla í körfubolta hjá Njarðvík.

Fyrsti landsleikur Natöshu fyrir Íslands hönd var árið 2020, en síðan þá hefur hún komið við sögu í 9 landsleikjum og skorað 1 mark fyrir Ísland. Nú síðast var hún í lokahóp landsliðsins sem fór á EM í Sviss í sumar.

Alls hefur Natasha leikið 211 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ á Íslandi og skorað í þeim 57 mörk, en 117 þeirra leikja hafa komið í Bestu deildinni, sem Grindavík/Njarðvík mun spila í sumar.

Því er ljóst að um mikla styrkingu fyrir liðið er að ræða og hlökkum við til að sjá Natöshu í bleika og hvíta búningnum!

Grindavík/Njarðvík býður Natöshu hjartanlega velkomna til liðsins!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Í gær

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“
433Sport
Í gær

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“