

Trent Alexander-Arnold bakvörður Real Madrid mun líklega ekki fá fallegar móttökur þegar hann mætir á Anfield í kvöld og mætir Liverpool.
Samningur Trent við Liverpool rann út í sumar og ákvað hann að fara til Real Madrid.
Trent er að koma til baka eftir meiðsli en nálægt Anfield hefur lengi verið mynd af honum, hann ólst upp hjá Liverpool og vann alla stærstu bikarana með félaginu.
Stuðningsmenn Liverpool eru hins vegar margir ósáttir við framkomu hans og þá staðreynd að hann hafi viljað fara frá félaginu.
„Rotta,“ var skrifað á stóra mynd af Trent og hvítri málningu sullað á listaverkið eins og sjá má hér að neðan.