

Gunnar Heiðar Þorvaldsson er nýr þjálfari HK og tekur við af Hermanni Hreiðarssyni sem tók við Val í gær. Það er Dr. Football sem segir frá þessu.
Gunnar ákvað að hætta með Njarðvík eftir liðið tímabil og hafði verið orðaður við nokkur störf.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson er nýr þjálfari HK.
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) November 3, 2025
Gunnar var meðal annars orðaður við ÍA en einnig starfið á Hlíðarenda. Nú er ljóst að hann tekur við HK.
HK var líkt og Njarðvík mjög nálægt því að fara upp í Bestu deildina í sumar, HK tapaði úrslitaleiknum gegn Keflavík um laust sæti.
Gunnar Heiðar tekur nú við af fyrrum samherja sínum í íslenska landsliðinu, Hermanni og fær það verkefni að reyna að koma HK upp í Bestu deildina.