

Fyrirliði Liverpool, Virgil van Dijk, segir að hann muni ekki hafa nein samskipti við fyrrverandi liðsfélaga sinn Trent Alexander-Arnold áður en Englendingurinn snýr aftur á Anfield á þriðjudagskvöld.
Alexander-Arnold, sem gekk í raðir Real Madrid í sumar, hefur ekki spilað síðan hann meiddist á aftanlæri 16. september, en hann er sagður vera á bekknum í leiknum í kvöld.
Trent var einn vinsælasti leikmaðurinn í búningsklefa Liverpool eftir að hann steig upp í aðalliðið sem unglingur, en Van Dijk segir að hann sé nú aðeins andstæðingur.
„Nei,“ svaraði Hollendingurinn þegar hann var spurður hvort hann myndi tala við Trent fyrir leikinn.
„Við höfum ekki rætt mikið síðan hann fór , ekkert persónulegt, hann lifir sínu lífi í Madrid og ég mínu hér. Hann er frábær leikmaður og var mikilvægur fyrir okkur í mörg ár. Ég var mjög ánægður að hafa hann í mínu liði.“