

Yfirmaðru knattspyrnumála hjá Manchester United, Jason Wilcox, hefur staðfest að félagið muni halda áfram að fjárfesta í leikmannahópnum en aðeins með réttum leikmönnum sem bæta við gæði og karakter.
United eyddi miklu í sumar með komu framherjanna Matheus Cunha, Bryan Mbeumo og Benjamin Sesko, auk þess sem markvörðurinn Senne Lammens kom frá Royal Antwerp á lokadegi gluggans.
Eftir erfiða byrjun hefur liðið náð fínu flugi undir stjórn Ruben Amorim og unnið þrjá deildarleiki í röð.
Wilcox segir að félagið fylgi tveimur lykilreglum í leikmannakaupum: að leikmenn hafi bæði hæfileika og réttan hugarfar.

„Við höfum skýra áætlun,“ sagði Wilcox.
„Við vitum hvaða stöður þarf að bæta, en það snýst ekki bara um að kaupa stór nöfn. Leikmenn verða að geta staðið undir pressunni og lyft liðinu áfram. Þeir þurfa að hafa réttan karakter og bæta eitthvað nýtt við hópinn.“
Hann bætti við að nýju leikmennirnir hafi aðlagast vel: „Matheus og Bryan þekktu bæði England og ensku úrvalsdeildina og aðlögun þeirra hefur gengið hratt. Benji og Senne eru ungir og framtíðin fyrir þá björt. Þetta eru topp fagmenn og við erum bjartsýn á að við séum á réttri leið.“
Wilcox undirstrikaði að United ætli sér að berjast aftur um titla og sæti í Meistaradeildinni á komandi árum.