

Crystal Palace eru sagt hafa áhuga á að fá Nathan Aké frá Manchester City næsta sumar, samkvæmt enskum blöðum.
Hollenski varnarmaðurinn, sem hefur unnið fjóra Englandsmeistaratitla með City, gæti verið seldur þegar félagið fer í endurnýjun varnarlínunnar eftir tímabilið.
Palace stendur frammi fyrir því að fyllta stórt skarð í vörninni þar sem fyrirliðinn Marc Guehi yfirgefur félagið þegar samningur hans rennur út í sumar. Oliver Glasner, þjálfari liðsins, hefur þegar staðfest að Guehi muni fara, og stórlið eins og Liverpool, Bayern München og Real Madrid eru sögð á eftir honum.
Til að fylla í skarðið leitar Palace að varnarmanni í hæsta gæðaflokki, og Aké er talinn meðal helstu markmiða félagsins. Samkvæmt fréttum hóf Palace að skoða leikmanninn þegar í fyrra, í ljósi þess að Guehi gæti yfirgefið félagið, og hann er enn ofarlega á lista þeirra.
Manchester City eru sjálfir farnir að skoða nýja miðverði fyrir næsta tímabil, sem gæti opnað dyrnar fyrir sölu á Aké. Palace vill tryggja að liðið haldi styrk sínum í vörninni og er tilbúið að grípa tækifærið ef City ákveður að skilja við hollenska landsliðsmanninn.