fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Tveir leikmenn kveðja Skagamenn

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. október 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikmenn hafa yfirgefið karlalið ÍA undanfarin sólarhring, þeir Albert Hafsteinsson og Marko Vardic.

Samningur Vardic er runninn út og verður hann ekki áfram, en Skagamenn og Albert ákveða að slíta samstarfi sínu ári fyrr.

Albert er alinn upp uppi á Skaga en tók nokkur ár í Fram áður en hann sneri aftur heim. Hann kom yfirleitt inn af bekknum á nýafstaðinni leiktíð.

Vardic kom frá Grindavík fyrir síðustu leiktíð og hefur reynst ÍA vel.

Tilkynning ÍA vegna Alberts
Albert Hafsteinsson kveður Knattspyrnufélagið ÍA eftir 9 tímabil í meistaraflokki ÍA. Albert lék alls 170 leiki, og skoraði í þeim 21 mark.

Albert er uppalinn á Akranesi og hefur alla tíð gefið allt sitt fyrir félagið, bæði innan vallar og utan.

ÍA þakkar Alberti fyrir frábært framlag í gegnum árin og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum.

Tilkynning ÍA vegna Marko Vardic
Marko Vardic hefur lokið tveggja ára samningi sínum hjá ÍA.

Hann hefur verið mikilvægur leikmaður liðsins á undanförnum árum og spilaði stórt hlutverk í að snúa gengi liðsins við á lokakafla mótsins á keppnistímabilinu sem var að líða.

Knattspyrnufélagið ÍA þakkar Marko fyrir framúrskarandi framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni — bæði innan vallar sem utan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sagðir færa áhuga sinn á næsta stig – Fyrrum samherjar hjá United gætu spilað saman á ný

Sagðir færa áhuga sinn á næsta stig – Fyrrum samherjar hjá United gætu spilað saman á ný
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lið á verra skriði en Liverpool – Slot með líklegustu mönnum til að fá stígvélið

Ekkert lið á verra skriði en Liverpool – Slot með líklegustu mönnum til að fá stígvélið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Horfa til Haaland sem útilokar ekki að skipta yfir

Horfa til Haaland sem útilokar ekki að skipta yfir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn fór með landsliðið í ballett – „Mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum“

Þorsteinn fór með landsliðið í ballett – „Mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum“
433Sport
Í gær

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári