fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina

Pressan
Fimmtudaginn 30. október 2025 11:30

Suzanne Rees var áttræð að aldri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konan sem fannst látin á Lizard-eyju undan ströndum Ástralíu um liðna helgi hét Suzanne Rees og var áttræð að aldri. Suzanne var farþegi í skemmtiferðaskipinu Coral Expeditions sem lagði nýlega af stað í ferð umhverfis Ástralíu.

DV fjallaði um málið í vikunni.

Kom fram að Suzanne hefði verið á eigin vegum í ferðinni og stöðvaði skipið á fyrrnefndri eyju síðastliðinn laugardag.

Farþegar, 120 talsins, fóru í gönguferð upp á hæsta tind eyjunnar og skiluðu allir sér til baka nema Suzanne. Hvarf hennar uppgötvaðist ekki fyrr en skipið var farið frá eyjunni og fannst Suzanne látin á eyjunni á sunnudag. Grunur leikur á að hún hafi villst og dottið.

Skemmtiferðasiglingin átti að taka 60 daga og var Lizard-eyja fyrsta stopp skipsins.

Dóttir Suzanne, Katherine Rees, varpar ljósi á málið í samtali við The Australian og segir hún að Suzanne hafi orðið veik þegar hópurinn gekk á tindinn. Hún hafi verið beðin um að snúa við og fara aftur í skipið.

„Svo yfirgaf skipið eyjuna, að því er virðist án þess að telja farþegana um borð. Einhvern tíma á því tímabili, eða stuttu síðar, dó mamma ein,“ sagði hún.

Katherine segir að aðstandendur Suzanne séu miður sín vegna málsins og ljóst sé að eitthvað stórkostlegt hafi farið úrskeiðis.

Talið er að hvarf Suzanne hafi ekki uppgötvast fyrr en um kvöldmatarleytið á laugardag, eftir að hún skilaði sér ekki til kvöldverðar um borð. Þá voru fimm klukkustundir liðnar frá því að skipið lagði af stað frá Lizard-eyju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“
Fréttir
Í gær

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn
Fréttir
Í gær

Kviknaði í fjórhjóli í Garðabæ

Kviknaði í fjórhjóli í Garðabæ
Fréttir
Í gær

Framganga lögreglumanna sögð hafa verið ámælisverð – Húsleit án heimildar og mjög vafasöm valdbeiting

Framganga lögreglumanna sögð hafa verið ámælisverð – Húsleit án heimildar og mjög vafasöm valdbeiting
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Appelsínugulri veðurviðvörun aflýst en sú gula stendur eftir – Fólk áfram beðið að halda sig heima

Appelsínugulri veðurviðvörun aflýst en sú gula stendur eftir – Fólk áfram beðið að halda sig heima