fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Sport

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. október 2025 22:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld og bar hæst að Liverpool steinlá fyrir Crystal Palace á heimavelli.

Liverpool stillti upp mikið breyttu liði og leiddu gestirnir frá London 0-2 í hálfleik með mörkum frá Ismaila Sarr. Þegar um tíu mínútur lifðu leiks fékk Amara Nallo, ungur leikmaður Liverpool, rautt spjald og nýtti Palace liðsmuninn með því að gera þriðja markið. Þar var að verki Yeremi Pino. Lokatölur 0-3.

Arsenal gerði sömuleiðis mikið af breytingum liðið vann Brighton 2-0 á heimavelli. Ethan Nwaneri kom þeim yfir eftir tæpan klukkutíma leik, áður en Bukayo Saka innsiglaði sigurinn þegar stundarfjórðungur var eftir.

Manchester City vann þá Swansea á útivelli og Chelsea hafði betur gegn Wolves. Newcastle vann loks 2-0 sigur á Tottenham.

Úrslit kvöldsins
Liverpool 0-3 Crystal Palace
Arsenal 2-0 Brighton
Swansea 1-3 Manchester City
Wolves 3-4 Chelsea
Newcastle 2-0 Tottenham

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti tekið þátt um helgina

Gæti tekið þátt um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri hefur áhuga á að ráða Túfa

Vestri hefur áhuga á að ráða Túfa
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

ÍA staðfestir þriggja ára samning Gísla Eyjólfssonar – Fjölskyldan flytur á Akranes

ÍA staðfestir þriggja ára samning Gísla Eyjólfssonar – Fjölskyldan flytur á Akranes
433Sport
Í gær

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi
433Sport
Í gær

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi