fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Þorsteinn fór með landsliðið í ballett – „Mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. október 2025 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var að vonum ánægður með sitt lið eftir 3-0 sigur á Norður-Írum í dag. Stelpurnar okkar unnu samanlagt 5-0 og halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar þægilega.

„Ég er ánægður. Mér fannst þetta vera fagmannleg frammistaða. Fyrri hálfleikur var flottur, kannski opnuðum við þær ekkert rosalega mikið en þær komust ekki mikið áfram. Byrjun seinni hálfleiks var smá óörygi aftast en eftir 3-4 mínútur tókum við leikinn yfir og stýrðum þessu hægt og rólega heim,“ sagði Þorsteinn eftir leik.

Það var langur aðdragandi að leiknum og mikil óvissa sömuleiðis. Átti hann að fara fram í gær en var það ekki hægt vegna snjókomunnar. Var hann því spilaður á heimavelli Þróttar tæpum sólarhring síðar.

„Í gærmorgun tókum við þá afstöðu að við værum bara að fara að spila fótboltaleik og hvernig sem hann yrði spilaður yrðum við klár. Svo fengum við fréttirnar um að leikurinn yrði ekki í gær og þá tókum við smá ballet í Balletskóla Eddu Scheving. Það var mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum, vita ekki hvort leikurinn færi fram þennan dag eða hinn,“ sagði Þorsteinn um það.

Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi sýnt mikla yfirburði í einvíginu við Norður-Íra.

„Við höfum ekki spilað á móti andstæðingi af þessum styrkleika í tvö og hálft ár. Við vissum fyrirfram að þetta yrði öðruvísi einvígi en við höfum spilað undanfarin ár. Við gerðum okkur grein fyrir að við þyrftum að halda í boltann og stýra leiknum. Í grunninn var þetta ákveðið próf á okkur í því.“

Ítarlegt viðtal við Þorstein er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

ÍA staðfestir þriggja ára samning Gísla Eyjólfssonar – Fjölskyldan flytur á Akranes

ÍA staðfestir þriggja ára samning Gísla Eyjólfssonar – Fjölskyldan flytur á Akranes
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli Wayne Rooney vekja athygli – Drepleiddist á bestu árum sínum hjá United

Ummæli Wayne Rooney vekja athygli – Drepleiddist á bestu árum sínum hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Í gær

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi
433Sport
Í gær

Horfa til Manchester City þegar Marc Guehi fer næsta sumar

Horfa til Manchester City þegar Marc Guehi fer næsta sumar