
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari gerir enga breytingu frá fyrri leiknum gegn Norður-Írlandi fyrir seinni leikinn á eftir.
Ísland vann 0-2 sigur ytra fyrir helgi og því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn, sem átti að fara fram á Laugardalsvelli í gær en verður á Þróttarvelli nú klukkan 17 vegna snjókomunnar í gær.
Sem fyrr segir er byrjunarliðið það sama. Vinni Ísland, eða tapi allavega ekki með meira en einu marki, verður liðið áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar sem er mikilvægt hvað undankeppni HM varðar.
