
Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Brentford, eins og gjarnan í enska deildabikarnum, er liðið komst áfram í 8-liða úrslit í kvöld.
Brentford vann þá þægilegan 0-5 sigur á Grimsby, sem hefur verið spútniklið keppninnar og vann Manchester United eftirminnilega í vítaspyrnukeppni í þarsíðustu umferð.
Þess má geta að Jason Daði Svanþórsson kom inn á sem varamaður og spilaði rúman hálftíma fyrir D-deildarliðið í kvöld.
Fulham þurfti þá vítaspyrnukeppni til að slá C-deildarlið Wycombe úr leik og Cardiff vann 1-2 útisigur á samlöndum sínum í Wrexham, sem spilar deild ofar eða í B-deild.