fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. október 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska úrvalsdeildarliðið Stuttgart er að kanna möguleikann á að fá unga framherjann Endrick lánaðan frá Real Madrid í janúar, samkvæmt fréttum frá Þýskalandi.

Stuttgart vonast til að nýta náin tengsl stjóra síns, Sebastians Hoeness, við Xabi Alonso, stjóra Real Madrid, til að tryggja sér 19 ára gamla Brasilíumanninn út leiktíðina.

Endrick hefur átt erfitt með að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliði Madrídarliðsins og er sagður opinn fyrir láni til að fá að spila reglulega.

Stuttgart glímir við vandræði í sókninni eftir meiðsli hjá Ermedin Demirovic og fjarveru Deniz Undav, sem einnig er meiddur. Liðið situr í þriðja sæti deildarinnar og hefur metnað til að ná Evrópusæti.

Real Madrid er opið fyrir því að lána Endrick. Þeir sem sjá um leikmannsinn vilja helst að hann fari til félags í einni af fimm stærstu deildum Evrópu sem spilar sókndjarfan fótbolta, eitthvað sem Stuttgart uppfyllir.

Auk Stuttgart hafa Marseille, Frankfurt og RB Leipzig einnig sýnt áhuga á Endrick.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af
433Sport
Í gær

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann