fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. október 2025 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru sögusagnir á Englandi um að Tottenham Hotspur og West Ham United séu að íhuga að gera umdeildan samning við fyrrum framherja Manchester United, Mason Greenwood, sem hefur verið í miklu stuði með Marseille í Frakklandi.

Greenwood yfirgaf Old Trafford í september 2023 eftir að ákærur um alvarlegt ofbeldi gegn kærustu hans voru felldar niður. Hann gekk til liðs við Getafe á láni áður en hann var seldur til Marseille sumarið 2024 fyrir 26,6 milljónir punda.

Framherjinn hefur endurvakið feril sinn í Frakklandi og átti stórkostlegt síðasta tímabil, skoraði 21 mark og átii sex stoðsendingar í deildinni. Hann varð þar með markahæstur ásamt Ousmane Dembele hjá PSG og hjálpaði Marseille að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni.

Í byrjun nýs tímabils hefur hann haldið áfram að skora og er kominn með átta mörk. Tottenham og West Ham eru nú að skoða möguleikann á að fá hann heim til Englands næsta sumar.

Það kemur þó fram í fréttum á Englandi að bæði félögin þurfi að gera upp við sig hvort þau séu klár í fjölmiðlafárið sem myndi fylgja svo umdeildum skiptum.

Atletico Madrid, Barcelona og félög í Sádi-Arabíu hafa einnig verið nefndir sem hugsanlegir næstu áfangastaðir Greenwood.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

McTominay íhugar óvænt endurkomu – Sagður höndla þetta illa á Ítalíu

McTominay íhugar óvænt endurkomu – Sagður höndla þetta illa á Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rio sendir pillu á Carragher og minnir hann á orð hans sem eldast illa

Rio sendir pillu á Carragher og minnir hann á orð hans sem eldast illa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hefðin í enska boltanum fær kaldar kveðjur – Líklega bara einn leikur á öðrum degi jóla

Hefðin í enska boltanum fær kaldar kveðjur – Líklega bara einn leikur á öðrum degi jóla
433Sport
Í gær

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum
433Sport
Í gær

Fjórir kostir sem United mun skoða eftir hörmungar Baleba um helgina

Fjórir kostir sem United mun skoða eftir hörmungar Baleba um helgina