fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af

433
Þriðjudaginn 28. október 2025 20:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn á Englandi eru margir hverjir brjálaðir eftir fregnir af því að aðeins einn leikur verði leikinn í ensku úrvalsdeildinni á annan í jólum í ár, dag sem lengi hefur verið einn af hápunktum tímabilsins.

Eins og fjallað hefur verið um í enskum fjölmiðlum er líklegt að Manchester United og Newcastle mætist á Old Trafford þann 26. desember, en engin önnur viðureign í úrvalsdeildinni fari fram þann dag.

Á samfélagsmiðlum hafa stuðningsmenn brugðist harkalega við og einhverjir saka forráðamenn deildarinnar um að stela jólahefðinni eða eyðileggja jólin fyrir sér.

„Annar í jólum verður aldrei sá sami aftur!“ skrifaði einn netverji og margir tóku í svipaðan streng.

Ástæða breytingarinnar er sögð felast í þéttri leikjadagskrá, þar sem stækkun Evrópukeppna og ákvörðun enska knattspyrnusambandsinsum að færa enska bikarinn alfarið á helgar hafa þrengt að úrvalsdeildinni.

Samkvæmt fréttum verður annar í jólum eins og venjulegur föstudagur, þar sem aðeins einn leikur verður, en leikið verður áfram á laugardegi, sunnudegi og mánudegi til að uppfylla sjónvarpssamninga.

Á meðan munu deildirnar þrjár fyrir neðan halda í hefðina og spila heila umferð á annan í jólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur