fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af

433
Þriðjudaginn 28. október 2025 20:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn á Englandi eru margir hverjir brjálaðir eftir fregnir af því að aðeins einn leikur verði leikinn í ensku úrvalsdeildinni á annan í jólum í ár, dag sem lengi hefur verið einn af hápunktum tímabilsins.

Eins og fjallað hefur verið um í enskum fjölmiðlum er líklegt að Manchester United og Newcastle mætist á Old Trafford þann 26. desember, en engin önnur viðureign í úrvalsdeildinni fari fram þann dag.

Á samfélagsmiðlum hafa stuðningsmenn brugðist harkalega við og einhverjir saka forráðamenn deildarinnar um að stela jólahefðinni eða eyðileggja jólin fyrir sér.

„Annar í jólum verður aldrei sá sami aftur!“ skrifaði einn netverji og margir tóku í svipaðan streng.

Ástæða breytingarinnar er sögð felast í þéttri leikjadagskrá, þar sem stækkun Evrópukeppna og ákvörðun enska knattspyrnusambandsinsum að færa enska bikarinn alfarið á helgar hafa þrengt að úrvalsdeildinni.

Samkvæmt fréttum verður annar í jólum eins og venjulegur föstudagur, þar sem aðeins einn leikur verður, en leikið verður áfram á laugardegi, sunnudegi og mánudegi til að uppfylla sjónvarpssamninga.

Á meðan munu deildirnar þrjár fyrir neðan halda í hefðina og spila heila umferð á annan í jólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

McTominay íhugar óvænt endurkomu – Sagður höndla þetta illa á Ítalíu

McTominay íhugar óvænt endurkomu – Sagður höndla þetta illa á Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rio sendir pillu á Carragher og minnir hann á orð hans sem eldast illa

Rio sendir pillu á Carragher og minnir hann á orð hans sem eldast illa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hefðin í enska boltanum fær kaldar kveðjur – Líklega bara einn leikur á öðrum degi jóla

Hefðin í enska boltanum fær kaldar kveðjur – Líklega bara einn leikur á öðrum degi jóla
433Sport
Í gær

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum
433Sport
Í gær

Fjórir kostir sem United mun skoða eftir hörmungar Baleba um helgina

Fjórir kostir sem United mun skoða eftir hörmungar Baleba um helgina