

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Víkings veit ekki hvort hann leggi skóna á hilluna eftir næsta ár eða haldi áfram í boltanum.
Gylfi var að klára sitt fyrsta tímabil í herbúðum Víkings en hann er 36 ára gamall og á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum þar.
„Ég veit ekki hvort ég eigi eitt ár eða fjögur ár eftir í boltanum, það verður bara að koma í ljós,“ segir Gylfi í samtali við Morgunblaðið í dag.
Hann segir líkamlegt ástand sitt gott. „Líkaminn er í frábæru standi, ég hef verið meiðslafrír nánast allt tímabilið og á meðan líkaminn er góður mun ég halda áfram að spila.“
Gylfi hefur átt ótrúlegan feril sem leikmaður en lengst af lék hann í ensku úrvalsdeildinni en þar spilaði hann með Swansea, Tottenham og Everton.
Hann snéri heim til Íslands fyrir tímabilið 2024 en var seldur frá félaginu til Víkings í upphafi þessa árs.
Smelltu hér til að hlusta á mjög ítarlegt viðtal okkar við Gylfa frá því í upphafi mánaðar.