

Srdjan Tufegdžić (Túfa) er hættur sem þjálfari karlaliðs Vals en Túfa og stjórn Knattspyrnudeildar hafa komist að samkomulagi um starfslok. Þá hefur einnig verið samið um starfslok við Hauk Pál Sigurðsson og Kjartan Sturluson sem hafa verið hluti af þjálfarateymi Vals.
433.is sagði frá því fyrr í dag að Valur væri búið að klára ráðningu á Hermanni Hreiðarssyni sem næsta þjálfara liðsins.
Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals: „Við þökkum Túfa kærlega fyrir hans framlag til Vals og þann árangur sem hann náði í sumar. Það sama má segja um Hauk Pál og Kjartan sem eru auðvitað miklir félagsmenn og hafa verið lengi í Val. Þeirra framlag til félagsins er ómetanlegt og við óskum öllum þessum heiðursmönnum alls hins besta. Við teljum hinsvegar breytingar á teyminu nauðsynlegar á þessum tímapunkti og munum vanda okkur við að setja saman nýtt þjálfarateymi sem leiðir liðið áfram. Stjórnin mun taka þann tíma sem til þarf í það mikilvæga verkefni.“
Tufegdzic var að klára sitt fyrsta heila tímabil sem þjálfari Vals en liðið fékk silfur bæði í deild og bikar á liðnu tímabili. Hann mun hins vegar ekki halda áfram með liðið.
Hermann hefur verið í þjálfun frá árinu 2013 þegar hann tók við ÍBV, síðan hefur hann þjálfað Þrótt Vogum, ÍBV aftur, HK og einnig komið að þjálfun erlendis