fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. október 2025 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur sett spurningamerki við leiðtogana innan liðs Liverpool eftir slæma byrjun liðsins á tímabilinu.

Liverpool tapaði 3-2 fyrir Brentford á laugardagskvöldið og var það fjórði tapleikurinn í röð í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur einnig tapað á móti Manchester United, Chelsea og Crystal Palace undanfarið.

Arne Slot og leikmenn hans, sem eru ríkjandi meistarar í ensku úrvalsdeildinni, sitja nú í sjöunda sæti deildarinnar og eru sjö stigum á eftir toppliði Arsenal.

Rooney ræddi stöðu Liverpool í hlaðvarpi sínu The Wayne Rooney Show og sagði ástandið vekja áhyggjur. „Fyrir þremur eða fjórum vikum sá enginn þetta fyrir,“ sagði Rooney.

„Þetta hefur komið hratt og það hefur slegið þá illa. Þeir virðast eiga í erfiðleikum með að finna lausn.“

Rooney bendir á að nú sé mikilvægt að leiðtogar liðsins stígi upp. Hann nefnir sérstaklega Virgil van Dijk og Mohamed Salah, sem báðir skrifuðu undir nýja samninga á dögunum.

„Van Dijk og Salah eru helstu lykilmenn liðsins, en mér finnst þeir ekki hafa leitt liðið á vellinum í vetur, hvorki með frammistöðu né líkamstjáningu,“ sagði hann.

„Líkamstjáning segir mikið og nú er eitthvað öðruvísi hjá þeim. Ef þeir sýna ekki rétta orku, þá hefur það áhrif á alla hina.“

Liverpool mætir Crystal Palace í deildarbikarnum á miðvikudag áður en liðið mætir Aston Villa í deildinni um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum