

Áhugi Manchester United á Carlos Baleba í sumar hvarf jafn hratt og hann kom upp, samkvæmt fréttum á Englandi.
United óskaði eftir upplýsingum um miðjumanninn til að styrkja hópinn, en þegar Brighton setti verðmiðann á 100 milljónir punda ákvað félagið að bakka út og bíða fram á næsta sumar áður en málið yrði skoðað aftur.
Sú ákvörðun lítur enn skynsamlegri út eftir 4-2 sigur United á Brighton um helgina. Þar sýndi Casemiro að hann gæti enn gegnt mikilvægu hlutverki á miðjunni, á meðan Baleba átti erfitt uppdráttar og var tekinn af velli eftir klukkutíma, greinilega svekktur.
Baleba er aðeins 21 árs og getur bætt sig og gæti á endanum orðið toppleikmaður. en hann er ekki 100 milljóna punda virði í dag.
Því hefur Manchester Evening News tekið saman fjóra miðjumenn sem United gæti í staðinn haft í sigtekum á næsta árum:
Adam Wharton – Crystal Palace
Ungur, teknískur og með mikla framtíð, en Palace mun krefjast hárrar upphæðar.
Ederson – Atalanta
Sterkur í bæði pressuvörn og uppbyggingu leiks. Hefur vaxið hratt á Ítalíu.
Morten Hjulmand – Sporting
Danskur landsliðsmaður, líkamlega sterkur og frábær í að rjúfa leik andstæðinga.
Angelo Stiller – Stuttgart
Stjórnandi miðju, sterkur í sendingum og taktískum stjórnunarhlutverkum.
United mun meta stöðuna aftur í janúar eða næsta sumar en ljóst er að miðjan verður eitt stærsta verkefni félagsins til framtíðar.