fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. október 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unai Emery stjóri Aston Villa útskýrði á sunnudag hvers vegna Harvey Elliott var ekki í leikmannahópi Aston Villa í 1-0 sigrinum á Manchester City, á sama tíma og lánið frá Liverpool heldur áfram að ganga erfiðlega.

Elliott hefur ekki byrjað leik fyrir Villa í tæpan mánuð og hefur setið allan tímann á bekknum í síðustu þremur leikjum liðsins. Síðasta innkoma hans kom í Evrópudeildinni gegn Feyenoord 2. október, þegar hann kom inn á á 86. mínútu þegar liðið var 2-0 yfir.

Það vakti því athygli þegar hann var aftur ekki valinn í leikmannahópinn gegn City, þar sem Matty Cash tryggði Villa frábæran sigur.

Emery sagði þó eftir leikinn að um hreina taktíska ákvörðun hafi verið að ræða: „Við þurftum að taka einn leikmann út úr hópnum og ég ákvað að velja hann. Ég er mjög ánægður með Harvey. Hann æfir vel, hefur frábæra viðhorf og er góður drengur. Þetta var eingöngu taktík,“ sagði Emery.

Hann bætti við að samkeppnin um stöðuna sé mjög hörð. „Ég ræddi við hann um þetta og ráðlagði honum að halda áfram. Hann er mjög góður leikmaður, en kröfurnar hér eru mjög háar og leikmenn sem eru í sömu stöðu hafa verið að spila mjög vel bæði í fyrra og á þessu tímabili.“

„Við fengum hann því ég trúi á hæfileika hans. Hann þarf einfaldlega tíma.“

Elliott er í láni hjá Villa út tímabilið og Liverpool fylgist vel með stöðu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hermann Hreiðarsson tekur við Val

Hermann Hreiðarsson tekur við Val
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur horfir til Íslandsmeistaranna

Valur horfir til Íslandsmeistaranna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“