fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Talar um vírus í liði Liverpool – Segir að Slot verði að henda þessum úr liðinu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. október 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville telur að Arne Slot verði að taka Milos Kerkez úr byrjunarliðinu hjá Liverpool eftir slæm úrslit Englandsmeistaranna.

Liverpool hefur ekki unnið deildarleik síðan í lok september og hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum gegn Crystal Palace, Chelsea, Manchester United og nú Brentford, þar sem liðið tapaði 3-2 á laugardaginn.

Slot hefur sjálfur viðurkennt að frammistaðan gegn Brentford hafi verið sú versta á hans tíma hjá félaginu og pressan eykst á að liðið nái vopnum sínum á ný áður en árið rennur sitt skeið.

Neville, sem ræddi málið í The Gary Neville Podcast á Sky Sports, telur að Slot þurfi að bregðast við –og að það gæti þýtt að nýliðinn Kerkez verði tekinn úr liðinu þrátt fyrir að hafa skorað gegn Brentford.

„Það eru margir þessara leikja þar sem þeir hefðu getað unnið ef þeir hefðu nýtt færin,“ sagði Neville.

„Í byrjun tímabils fannst mér bakverðirnir ekki vera að standa sig og stundum Konaté heldur ekki, en Van Dijk og Alisson héldu þessu saman.“

„En nú er þetta orðið eins konar vírus. Þetta er ekki lengur bara í vinstri bakverðinum, þó að mér finnist Kerkez orðinn áhyggjuefni. Hann skoraði, já en miðað við spilamennskuna held ég að hann þurfi að fara úr liðinu.“

Neville bætti við að hægri bakvarðarstaðan væri einnig óleyst. „Frimpong er ekki náttúrulegur bakvörður og Conor Bradley er efnilegur, en það er erfitt að læra hlutverkið þegar liðið er að fá mörk og pressan er mikil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift