fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á Spáni – Stórstjörnurnar í hörðum orðaskiptum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. október 2025 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sauð upp úr og stórstjörnurnar Vincius Junior og Lamine Yamal lentu í orðaskiptum eftir að Real Madrid lagði Barcelona 2–1 í El Clasico í gær.

Kylian Mbappe og Jude Bellingham skoruðu mörk Real Madrid í fyrri hálfleik og tryggðu liði Xabi Alonso fimm stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Fermin Lopez skoraði fyrir Barcelona eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford.

Eins og oft áður eftir einvígi þessara liða voru tilfinningar fyrirferðamiklar. Pedri fékk sitt annað gula spjald á 100. mínútu fyrir brot á Aurelien Tchouameni og í kjölfarið urðu slagsmál milli varamanna liðanna. Varamarkvörðurinn Andriy Lunin fékk til að mynda rauða spjaldið.

Eftir leik sást Vinicius rífast við Yamal á leiðinni í leikmannagöngin og þurfti öryggisgæslu til að halda aftur af honum. Miðað við upptökur áhorfenda hófust átökin eftir orðaskipti milli Yamal og Dani Carvajal, áður en fleiri leikmenn blönduðust inn í málið.

Xabi Alonso, þjálfari Real Madrid, var spurður út í atvikið eftir leik. „Þetta endurspeglaði bara spennuna og mikilvægi leiksins. Þetta er heilbrigð samkeppni,“ sagði hann.

Myndband af átökunum er hér ofar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valur horfir til Íslandsmeistaranna

Valur horfir til Íslandsmeistaranna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarnan hélt í Evrópusætið þrátt fyrir tap gegn Blikum

Stjarnan hélt í Evrópusætið þrátt fyrir tap gegn Blikum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola kaupir sér nýtt hús í Barcelona – Rétt hjá fyrrverandi eiginkonu sinni

Guardiola kaupir sér nýtt hús í Barcelona – Rétt hjá fyrrverandi eiginkonu sinni
433Sport
Í gær

Segja að hræðsla muni kosta Íslendinga – „Fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það“

Segja að hræðsla muni kosta Íslendinga – „Fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það“
433Sport
Í gær

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig
433Sport
Í gær

Mjög óvænt klásúla opinberuð í samningi Bruno við United – Getur farið ódýrt næsta sumar

Mjög óvænt klásúla opinberuð í samningi Bruno við United – Getur farið ódýrt næsta sumar
433Sport
Í gær

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri