
Það sauð upp úr og stórstjörnurnar Vincius Junior og Lamine Yamal lentu í orðaskiptum eftir að Real Madrid lagði Barcelona 2–1 í El Clasico í gær.
Kylian Mbappe og Jude Bellingham skoruðu mörk Real Madrid í fyrri hálfleik og tryggðu liði Xabi Alonso fimm stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Fermin Lopez skoraði fyrir Barcelona eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford.
🚨 #ULTIMAHORA Carvajal reprime a Lamine Yamal por hablar mucho y casi se enganchan Vinicius y el jugador del Barça. pic.twitter.com/G9M4sNN7D6
— Defensacentral.com (@defcentral) October 26, 2025
Eins og oft áður eftir einvígi þessara liða voru tilfinningar fyrirferðamiklar. Pedri fékk sitt annað gula spjald á 100. mínútu fyrir brot á Aurelien Tchouameni og í kjölfarið urðu slagsmál milli varamanna liðanna. Varamarkvörðurinn Andriy Lunin fékk til að mynda rauða spjaldið.
Eftir leik sást Vinicius rífast við Yamal á leiðinni í leikmannagöngin og þurfti öryggisgæslu til að halda aftur af honum. Miðað við upptökur áhorfenda hófust átökin eftir orðaskipti milli Yamal og Dani Carvajal, áður en fleiri leikmenn blönduðust inn í málið.
Xabi Alonso, þjálfari Real Madrid, var spurður út í atvikið eftir leik. „Þetta endurspeglaði bara spennuna og mikilvægi leiksins. Þetta er heilbrigð samkeppni,“ sagði hann.
Myndband af átökunum er hér ofar.