
Íslenska kvennalandsliðið mætir Norður-Írlandi í seinni leik liðanna um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í vetraraðstæðum annað kvöld.
Stelpurnar okkar eru í góðri stöðu upp á að halda sæti sínu í A-deild, en liðið vann fyrri leikinn ytra 0-2.
Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er eins gott að gestir Laugardalsvallar dúði sig vel annað kvöld. Hitinn á að vera um og undir frostmarki og er lítils háttar snjókomu spáð allan daginn, einnig á meðan leik stendur.
Leikurinn hefst klukkan 18. Þess má geta að hann er sá síðasti á nýja hybrid grasinu í Laugardal á þessu ári.