

Lionel Messi hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Inter Miami, samningurinn gildi til loka árs árið 2028.
Gamli samningur Messi átti að renna út í lok þessa árs.
Inter Miami er að fara að byggja upp nýtt lið í kringum Messi en Sergio Busquets og Jordi Alba eru að leggja skóna á hilluna.
Messi verður 41 árs þegar þessi samningur klárast og er þetta því líklega hans síðasti samningur á ferlinum.
Messi hefur átt góðu gengi að fagna í Bandaríkjunum en bíður enn eftir því að vinna MLS bikarinn.