Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks býst við hörkuleik gegn KuPS frá Finnlandi í Sambandsdeildinni í kvöld.
Liðin mætast í 2. umferð deildarkeppninnar og mikilvægt fyrir Blika að vinna á heimavelli eftir tap í fyrstu umferðinni. Heimavölulur Blika í Sambandsdeildinni er Laugardalsvöllur.
„Við munum mæta staðráðnir í að taka frumkvæðið og hafa leikinn á okkar forsendum, vera hugrakkir. Við þurfum að koma með yfirlýsingu, við erum á heimavelli og ætlum að sækja til sigurs,“ segir Höskuldur við 433.is.
Um fyrsta leik Ólafs Inga Skúlasonar í starfi þjálfara Breiðabliks er að ræða.
„Teymið hefur lagt leikinn vel upp og stillt upp hvar við getum sært þá, hvað ber að varst. Ég veit almennt ekki mikið um þetta lið en ég held að styrkleikinn sé svipaður og hér svo þetta verður hörkuleikur,“ segir Höskuldur.
Ítarlegra viðtal er í spilaranum.