fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. október 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ingi Skúlason, nýr þjálfari karlaliðs Breiðabliks, hvetur stuðningsmenn til að mæta og styðja liðið í Sambandsdeildinni þrátt fyrir að kalt sé í veðri.

Blikar mæta KuPS frá Finnlandi í 2. umferð deildarkeppninnar í kvöld og afar mikilvægt að sá leikur vinnist. Eins og landsmenn vita hefur verið kalt undanfarið en það er þó spáð stillu og fínu veðri klukkan 16:45, er leikurinn hefst.

video
play-sharp-fill

„Ekki spurning, bara skella sér í dúnúlpuna, setja á sig húfuna og mæta og styðja okkur,“ sagði Ólafur Ingi við 433.is í gær.

„Það er ekki sjálfgefið að íslenskt lið sé að spila í riðlakeppni Evrópu svo slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur í Laugardalinn,“ sagði hann enn fremur léttur í bragði.

Ítarlegra viðtal er í spilaranum, þar sem Ólafur fer yfir fyrstu dagana í nýju starfi og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt
Hide picture