fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. október 2025 17:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks segir að það hafi verið töluverð viðbrigði að frétta af brottrekstri Halldórs Árnasonar úr starfi þjálfara. Hann lítur aftur á tímann með Halldór við stjórnvölinn jákvæðum augum.

Halldór, sem áður var aðstoðarmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar, gerði Blika að Íslandsmeisturum á fyrsta tímabili sínu sem aðalþjálfari í fyrra og kom liðinu í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Gengið í Bestu deildinni hefur þó ekki verið nógu gott.

video
play-sharp-fill

„Þetta var smá sjokk og viðbrigði, með skömmum fyrirvara. Á sama tíma er stutt í næsta leik og mér finnst einbeitingin í hópnum klárlega á leiknum á morgun. Við hofum horft í þennan leik í langan tíma og akkúrat núna er þetta spurning um að knýja fram stemningu, frammistöðu og láta úrslitin fylgja með,“ segir Höskuldur, en Blikar mæta KuPS frá Finnlandi í Sambandsdeildinni á morgun.

Höskuldur er búinn að eiga gott spjall við Halldór frá því tíðindin bárust um brottrekstur hans á mánudag.

„Að sjálfsögðu, við erum búnir að taka gott spjall. Þetta voru sex ár af geggjuðu samstarfi. Karlamegin í Breiðabliki hefur ekki verið mikið um titla svo þetta hefur verið stórkostlegur tími, hlutlægt mat. Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur.“

Viðtalið við Höskuld er í spilaranum, en þar er einnig rætt um leikinn á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
Hide picture