fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Fékk ekki stöðuhækkun sem hún átti skilið – Var sagt að útlit hennar væri að skemma fyrir

433
Fimmtudaginn 23. október 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómarinn Manuela Nicolosi hefur gagnrýnt kynjaða menningu í fótbolta og segir að henni hafi einu sinni verið sagt að draga úr útliti sínu þar sem hún vakti of mikla athygli.

Nicolosi, sem er 45 ára, hefur dæmt yfir 200 leiki í bæði kvenna- og karlabolta og var fyrsti Ítalinn til að dæma úrslitaleik á HM kvenna árið 2019. Hún var einnig aðstoðardómari í Ofurbikar Evrópu þegar Liverpool vann Chelsea sama ár og hefur dæmt á Ólympíuleikunum 2016 og 2020.

Þrátt fyrir glæsilegan feril segir Nicolosi að útlit hennar hafi verið henni hindrun í karllægu umhverfi fótboltans. Í viðtali við Quotidiano Sportivo sagðist hún hafa fengið þau skilaboð frá yfirmönnum sínum að hún væri of áberandi.

„Eitt árið fékk ég ekki stöðuhækkun í Frakklandi vegna þess að ég var of sýnileg.. Það var á þeim tímapunkti sem ég hugsaði um að hætta. Ef það hefði verið vegna mistaka eða slæmrar frammistöðu, þá hefði ég skilið það en ekki þetta,“ sagði hún.

Hún rifjaði einnig upp hræðilega reynsluá Ítalíu: „Ég þurfti að loka mig inni í búningsklefa á meðan þjálfarar og stjórnendur hótuðu að drepa mig. Lögreglan þurfti að fylgja mér út.“

Nicolosi viðurkennir að bæði karlar og konur verði fyrir árásum í starfi sínu, en segist einnig hafa þurft að takast á við óviðeigandi nálganir frá leikmönnum. „Já, það hefur gerst,“ segir hún.

„En ég gaf aldrei eftir, og það er líklega ástæðan fyrir því að ferillinn tók svona langan tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafður að háð og spotti eftir misheppnaða hárígræðslu – „Eins og það hefði verið teiknað í Microsoft Paint“

Hafður að háð og spotti eftir misheppnaða hárígræðslu – „Eins og það hefði verið teiknað í Microsoft Paint“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ólafur Ingi um fyrstu dagana í starfi: „Ég finn að það er mikil samstaða“

Ólafur Ingi um fyrstu dagana í starfi: „Ég finn að það er mikil samstaða“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“
433Sport
Í gær

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Í gær

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig