fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Uppsagnarfrestur Halldórs fór úr þremur mánuðum í heilt ár í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. október 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Árnason var rekinn úr starfi sem þjálfari Breiðabliks í gær, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning við félagið.

Framlengt var við Halldór í ágúst út tímabilið 2028. „Það er mikil ánægja og gleði með störf hans og þann metnað sem Halldór hefur fyrir meistaraflokki karla og félaginu í heild sinni. Að tryggja áframhaldandi störf hans hjá Breiðabliki er mikilvægur hluti af áframhaldandi framgangi og uppbyggingu Knattspyrnudeildar Breiðabliks,“ sagði í tilkynningu Breiðabliks.

Það komst í fréttirnar nokkru síðar að ekki voru allir með í ráðum þegar framlengt var við Halldór.

Meira:
Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Samkvæmt heimildum 433.is var stærsta breytingin í samningi Halldórs að uppsagnarfrestur hans fór úr því að vera þrír mánuðir eins og á almennum vinnumarkaði í það að vera tólf mánuðir.

Nú þegar Halldóri hefur verið sagt upp er því ljóst að félagið þarf að borga honum tólf mánaðar uppsagnarfrest, aðeins örfáum mánuðum eftir að meistaraflokksráð félagsins ákvað að framlengja samning hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti