fbpx
Laugardagur 18.október 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Eyjan
Laugardaginn 18. október 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef verið að lesa bókina Kormákseðli þjóðskáldsins eftir Friðrik G. Olgeirsson um ástamál Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Davíð hélt innreið sína í íslenskt bókmenntalíf á fyrri hluta liðinnar aldar og varð strax mjög ástsæll af þjóð sinni. Konur heilluðust af Davíð enda var hann mikið glæsimenni og ljóðin hans hittu þær í hjartastað. Hann bjó lengstum einn en átti sér nokkrar ástkonur sem bókin fjallar um. Hann tjáir konum ást sína en leit svo á að hann væri undir svipuðum álögum og Kormákur Ögmundsson skáld úr Íslendingasögum. Honum var ókleift að njóta konunnar sem hann elskaði af einhverjum yfirnáttúrulegum ástæðum. Davíð kallar þessa fötlun Kormákseðli og segir konum umbúðalaust að hann elski þær en sé ómögulegt að bindast þeim.

Bókin gerir þessum skrítnu ástamálum ágæt skil með tilvitnunum í ástarbréf skáldsins. Mikill drykkjuskapur setur þó mark sitt á mörg bréfa hans. Þau eru barnaleg og einföld og full af alhæfingum. Ég undraðist hversu mjög honum leiðast Akureyringar.

Þessar hugleiðingar Davíðs um Kormákseðli eru ekki framandi geðlæknum. Freud talar um svokallað maddonnu/hóru einkenni sem mótast af því að viðkomandi einstaklingar geta ekki notið konunnar sem þeir elska né heldur elskað konuna sem þeir njóta. Þetta á sér djúpar orsakir. Móðirin eða heilög guðsmóðir (madonna) þvælist fyrir þessum mönnum í ástarlífinu svo að þeir geta ekki saurgað þá mynd með holdlegu samræði.

Ég hafði ákaflega gaman að þessari bók um skáldið. Hann er mun mannlegri og hégómlegri og drykkfelldari en ég hafði búist við. Gamlir kvennamenn uppgötva snjalla aðferð til að losna út úr óþægilegum samböndum. Hægt er að horfa alvarlega í augu ástkonu sinnar og segjast elska hana heitt en yfirnáttúruleg tenging við sjálfan Kormák Ögmundsson geri það að verkum að við verðum að skilja. Davíð stendur eftir sem snjall og klókur kvennajagari sem átti sér alltaf örugga undankomuleið þegar hitna tók í kolunum. Hann er allt of upptekinn af sjálfum sér og eigin snilld til að geta deilt lífi sínu með annarri manneskju. Og allt er það Kormáki Ögmundssyni að kenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Verðfall í búð reynslunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Verðfall í búð reynslunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Lof is blænd – Arctic?

Nína Richter skrifar: Lof is blænd – Arctic?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?