fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. október 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur Wythenshawe FC í ensku níundu deildinni urðu agndofa um helgina þegar fyrrverandi leikmaður Manchester United, Darren Gibson, steig óvænt aftur á völlinn, fjórum árum eftir að hann lagði skóna á hilluna.

Félagið birti myndband á samfélagsmiðlinum TikTok fyrir leik sinn gegn AFC Liverpool í North West Counties-deildinni, þar sem þeir sögðu: „Getið þið séð nýja fyrrverandi úrvalsdeildarleikmanninn okkar?“

Þegar leikmennirnir gengu út á völlinn varð fljótt ljóst að þar var um að ræða hinn 37 ára Gibson, sem lék 31 leik fyrir Manchester United og vann bæði enska úrvalsdeildartitilinn 2010–11 og deildarbikarinn tvisvar sinnum.

Eftir tíma sinn á Old Trafford lék hann með Everton, Sunderland og Wigan, áður en hann lauk ferlinum árið 2021 hjá Salford City.

Í endurkomunni sýndi Gibson að hann hefur engu gleymt og spilaði meira en helming leiksins þegar Wythenshawe vann 3-1 sigur.

Félagið hefur byrjað tímabilið vel og er nú í 4. sæti deildarinnar, aðeins þremur stigum frá toppnum með 28 stig eftir 13 leiki. Myndbandið af innkomu Gibson hefur þegar fengið meira en 700.000 áhorf á TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Real Madrid lætur einn sinn launahæsta mann fara frítt

Real Madrid lætur einn sinn launahæsta mann fara frítt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gríðarlegt áfall fyrir Chelsea

Gríðarlegt áfall fyrir Chelsea