Viðar Örn Kjartansson mun yfirgefa KA og finna sér nýja vinnuveitendur að þessu tímabili loknu.
Hann staðfestir þetta í samtali við Fótbolta.net, en framherjinn hefur ekki spilað stóra rullu með KA á öðru tímabili sínu fyrir norðan.
Viðar, sem er með margra ára reynslu úr atvinnumennsku, segist hvergi nærri hættur í fótbolta, en hann er 35 ára gamall.