fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Potter vill starfið eftir brottrekstur Danans

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 16:00

Graham Potter / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Potter, fyrrverandi stjóri Chelsea, Brighton og West Ham, hefur lýst yfir áhuga á að taka við sænska landsliðinu eftir að Jon Dahl Tomasson var látinn fara.

Potter, sem var rekinn frá West Ham í september eftir slæma byrjun í ensku úrvalsdeildinni, sagði í viðtali við Fotbollskanalen að hann væri opinn fyrir starfinu.

„Ég heyrði bara fréttirnar núna. Það er sorglegt, auðvitað, en já. Ég er reyndar í Svíþjóð akkúrat núna, í húsinu mínu hér. Ég er milli starfa eftir að hafa yfirgefið úrvalsdeildina,“ sagði Potter.

„Starfið sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar er heillandi. Ég hef miklar taugar til Svíþjóðar og elska sænska knattspyrnu. Ég á henni margt að þakka, þannig að það væri frábært tækifæri fyrir mig.“

Potter stýrði Östersund frá 2011 til 2018 og leiddi félagið úr fjórðu deild upp í efstu deild, auk þess sem hann gerði það gott í Evrópudeildinni þegar liðið vann Arsenal á Emirates árið 2018.

Svíar eru í botnsæti B-riðils í undankeppni HM með aðeins eitt stig eftir fjóra leiki og hafa aðeins veika von um að komast á lokamótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viktor Daði byrjaði í fræknum sigri danska liðsins á Spáni

Viktor Daði byrjaði í fræknum sigri danska liðsins á Spáni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“
433Sport
Í gær

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“