fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 15:30

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið mætir Norður-Írlandi í umspili Þjóðadeildarinnar í næstu viku. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir íslenska liðið sterkara en að full ástæða sé til að taka andstæðinginn alvarlega.

Takist Íslandi að leggja Norður-Írland að velli heldur liðið sæti sínu í A-deild. Ef viðureignin tapast fellur liðið í B-deild. Mikilvægt er að halda sér í A-deild upp á að komast í væna stöðu fyrir undankeppni HM.

„Þetta lið hefur farið á lokamót. Þetta eru leikmenn sem eru að spila í næstefstu deild á Englandi og bestu liðunum í Skotlandi aðallega,“ sagði Þorsteinn um andstæðinginn á blaðamannafundi í dag.

„Þetta er mjög skipulagt og varnarsinnað lið. Við erum klárlega sterkari en þú þarft að bera virðingu fyrir andstæðingnum fara á fullum krafti í það sem þú ert að gera. Það ætlum við að gera og við ætlum í leikina til að vinna.“

Fyrri leikurinn fer fram ytra 24. október og seinni leikurinn hér heima fjórum dögum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rekinn eftir hörmulegt gengi

Rekinn eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Höddi Magg um pistilinn: „Ég er bara orðinn rosalega þreyttur á svona afsökunum“

Höddi Magg um pistilinn: „Ég er bara orðinn rosalega þreyttur á svona afsökunum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rashford sendir pillu á United – Kennir þeim um að hafa ekki náð sínu besta fram

Rashford sendir pillu á United – Kennir þeim um að hafa ekki náð sínu besta fram