Jon Dahl Tomasson hefur verið rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Svíþjóðar.
Liðið hefur tapað þremur af fjórum leikjum í undankeppni HM og veltur möguleiki þeirra á að komast á lokamótið nú á því að vinna báða síðustu leikina og að Kósóvó tapi sínum.
0-1 tap gegn Kósóvó í gær reyndist banabiti Tomasson í starfi.
Daninn tók við sænska landsliðinu snemma á síðasta ári og eftir fína Þjóðadeild í fyrra og vináttulandsleiki á þessu ári hefur gengið í undankeppninni ekki verið nógu gott.