fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Arnar talar um besta landsleik í sögu Íslands gegn Úkraínu – „Það er gott og blessað, þið þurfið að selja ykkar blöð og ég skil það vel“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. október 2025 07:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnari Gunnlaugssyni, landsliðsþjálfara Íslands var nokkuð heitt í hamsi þegar hann ræddi málin á fréttamannafundi í gær. Ísland mætir Frakklandi í kvöld.

Íslenska liðið tapaði 3-5 gegn Úkraínu á heimavelli á föstudag, frammistaða sem margir voru hrifnir af en mistökin varnarlega voru mörg og dýrkeypt.

„Fyrir mig er stærsti lærdómurinn að gera upp leikinn þannig að strákarnir haldi áfram að trúa að þeir séu frábærir. Því leikurinn var frábær, frábær. Ég veit að þetta er besti leikur sem Ísland hefur spilað með boltann frá stofnun íslenska landsliðsins, með boltann. Það þarf enginn að trúa mér, það þarf bara að kíkja á tölfræðina, þetta eru allt opinberar tölur,“ sagði Arnar á fundinum í gær.

Hann sagðist vera að tala um leik gegn hátt skrifuðu liði, ekki leiki gegn San Marínó eða Liechtenstein.

Arnar segir umfjöllun um leikinn hafa verið á þann veg að menn hafi verið að selja blöðin sín.

„Svo er leikurinn búinn og menn skrifa að þetta hafi verið ömurlegt októberkvöld, og allt það fram eftir götunum. Það er gott og blessað, þið þurfið að selja ykkar blöð og ég skil það vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Trúði ekki ummælum félaga síns í beinni – „Leifur, ekki reyna þetta… það yrði mesta hryðjuverk sem hefur átt sér stað“

Trúði ekki ummælum félaga síns í beinni – „Leifur, ekki reyna þetta… það yrði mesta hryðjuverk sem hefur átt sér stað“
433Sport
Í gær

Óheppilegt hjá landsliðsmarkverði Íslands – „Hann hefur farið línuvillt“

Óheppilegt hjá landsliðsmarkverði Íslands – „Hann hefur farið línuvillt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir „galinn“ brottrekstur hafa komið í bakið á Val

Segir „galinn“ brottrekstur hafa komið í bakið á Val
433Sport
Fyrir 2 dögum

Niðurlæging Leifs í Vesturbænum rataði í fjölmiðla – „Þetta var ekkert eðlilega óþægilegt“

Niðurlæging Leifs í Vesturbænum rataði í fjölmiðla – „Þetta var ekkert eðlilega óþægilegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Hreinasta hörmung“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Hreinasta hörmung“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einkunnir eftir afhroð í Laugardalnum – Varnarleikurinn í molum en Albert bestur

Einkunnir eftir afhroð í Laugardalnum – Varnarleikurinn í molum en Albert bestur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Haaland bestur í mánuðinum

Haaland bestur í mánuðinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal reynir að losa Jesus þegar hann snýr aftur úr meiðslum

Arsenal reynir að losa Jesus þegar hann snýr aftur úr meiðslum