A landslið karla mætir Frakklandi á Laugardalsvelli í dag í undankeppni HM 2026. Frakkar eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Íslendingar með þrjú stig.
Ísland og Frakkland hafa 16 sinnum áður mæst í A landsliðum karla. Frakkar hafa unnið 12 leiki og 4 sinnum hafa liðin skilið jöfn.
Búist er við að Arnar Gunnlaugsson fari aftur í fimm manna varnarlínu sem virkaði vel gegn Frökkum á útivelli. Liðið mun svo sækja í 4-4-2 kerfinu.
Andri Lucas Guðjohnsen tekur út leikbann á morgun en búast má við fleiri breytingum frá landsliðsþjálfaranum.
Líklegt byrjunarlið Íslands:
Elías Rafn Ólafsson
Sverrir Ingi Ingason
Aron Einar Gunnarsson
Daníel Leó Grétarsson
Mikael Neville Anderson
Stefán Teitur Þórðarson
Hákon Arnar Haraldsson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Logi Tómasson
Albert Guðmundsson
Daníel Tristan Guðjohnsen