fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
433Sport

Óheppilegt hjá landsliðsmarkverði Íslands – „Hann hefur farið línuvillt“

433
Sunnudaginn 12. október 2025 12:30

Elías Rafn Ólafsson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson, þáttastjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Chess After Dark, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is þetta skiptið.

Það var til að mynda rætt um óheppilegt atvik er varðar landsliðsmarkvörðinn Elías Rafn Ólafsson á dögunum, en þá var hann bekkjaður í stórleik Midtjylland gegn FCK í Danmörku fyrir að missa af liðsfundi.

„Miðað við það sem maður hefur séð af Elíasi hefur þetta verið algjörlega óvart. Hann hefur farið línuvilt í skipulaginu,“ sagði Helgi.

Elías er í mikilli samkeppni við Jonas Lossl um stöðuna hjá Midtjylland og er einnig í baráttu við Hákon Rafn Valdimarsson í landsliðinu.

„Þetta er óheppilegt þegar þú ert í mikilli baráttu, þá eru það ekki svona hlutir sem þú vilt missa af leikjum út af.“

Það var einnig komið inn á samkeppnina í landsliðinu, en Hákon var aðalmarkvörður í nokkra stund áður en Elías tók sætið.

„Maður var að vonast til að Hákon fengi eitthvað move, mér finnst hann allt of góður til að vera varamarkvörður,“ sagði Birkir, en Hákon er á mála hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Hreinasta hörmung“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Hreinasta hörmung“
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir afhroð í Laugardalnum – Varnarleikurinn í molum en Albert bestur

Einkunnir eftir afhroð í Laugardalnum – Varnarleikurinn í molum en Albert bestur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Haaland bestur í mánuðinum

Haaland bestur í mánuðinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal reynir að losa Jesus þegar hann snýr aftur úr meiðslum

Arsenal reynir að losa Jesus þegar hann snýr aftur úr meiðslum
433Sport
Fyrir 2 dögum

United skoðar að innleiða kerfi frá Bandaríkjunum – Gætir þá átt sæti á Old Trafford

United skoðar að innleiða kerfi frá Bandaríkjunum – Gætir þá átt sæti á Old Trafford
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mun Óskar Hrafn stíga úr sviðsljósinu sem þjálfari í haust?

Mun Óskar Hrafn stíga úr sviðsljósinu sem þjálfari í haust?