fbpx
Laugardagur 11.október 2025
433Sport

Niðurlæging Leifs í Vesturbænum rataði í fjölmiðla – „Þetta var ekkert eðlilega óþægilegt“

433
Laugardaginn 11. október 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson, þáttastjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Chess After Dark, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is þetta skiptið.

Leifur vakti athygli í sumar þegar hann var boltasækir á leik KR í Bestu deildinni, sem er óvanalegt fyrir 27 ára gamlan mann. Var það refsing fyrir að hafa tapað í Fantasy-deild, eins og fjallað var um á Vísi.

„Ég hef heyrt ýmislegt í þessu, til dæmis að menn gangi í hús í sex klukkutíma að boða boðskap Votta Jehóva,“ sagði Leifur í þættinum um refsingar í Fantasy-leiknum almennt.

„Það var mitt hlutskipti að tapa, eins og oft áður, er alveg vonlaus í Fantasy. Ég hugsaði bara að það yrði veisla að vera boltasækir, planta mér bara á bak við einhvers staðar, það er enginn að pæla í boltasæki.

En nei, nei, það er stappfullur völlur og mér er plantað beint fyrir framan stúkuna. Þetta var ekkert eðlilega óþægilegt, að vera að rétta þessum fullorðnu mönnum boltann og ég var líka að skyggja á stúkuna.“

Magnús Jochum Pálsson, félagi Leifs, skrifaði svo um málið á Vísi. „Ég vandaði honum ekki kveðjurnar,“ sagði Leifur og hló.

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Síðasti kaflinn á ferli Giroud

Síðasti kaflinn á ferli Giroud
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Haaland bestur í mánuðinum

Haaland bestur í mánuðinum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United setur það í forgang að kaupa miðjumann – Skoða þessa tvo núna

United setur það í forgang að kaupa miðjumann – Skoða þessa tvo núna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Útiloka ekki sölu í janúar – Spænsku risarnir vilja slást við Liverpool

Útiloka ekki sölu í janúar – Spænsku risarnir vilja slást við Liverpool
433Sport
Í gær

Hallgrímur framlengir við KA – Boða breytingar á leikmannahópnum

Hallgrímur framlengir við KA – Boða breytingar á leikmannahópnum
433Sport
Í gær

Segist vera við dauðans dyr eftir að vinnustaður hans lét hann taka verkjalyf

Segist vera við dauðans dyr eftir að vinnustaður hans lét hann taka verkjalyf