fbpx
Föstudagur 10.október 2025
433Sport

Opinbera dánarorsök í sorglegu máli – Var ungur fjölskyldufaðir

433
Fimmtudaginn 9. október 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Burns, 22 ára gamall stuðningsmaður Celtic í Skotlandi, lést í september 2024 eftir að hafa gengið út á M6 hraðbrautina nærri Carlisle og verið ekið á hann af þremur bílum. Kemur þetta fram í breskum miðlum í dag.

Burns var á heimleið eftir leik í Glasgow og var í rútu með öðrum stuðningsmönnum á leið til Blackburn, en fór út úr rútunni á leiðinni. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar í hafði Burns drukkið áfengi og gekk út á akreinina þegar slysið varð.

Móðir hans segir að sonur hennar hefði orðið fyrir heilaskaða árið 2018 eftir árás og glímt við kvíða eftir það. Hún sagði einnig að hann hefði stundum drukkið til að takast á við erfiðar tilfinningar.

Vitni sögðu að Burns hafi verið ölvaður en samræðuhæfur í rútunni. Hann sást veifa til bíla áður en hann gekk út á veginn. Allir ökumenn sem komu að slysinu stöðvuðu og hringdu strax á lögreglu.

Burns var rafmagnsverkfræðinemi og ungur faðir. Móðir hans sagði hann hafa verið mikinn Celtic aðdáanda sem elskaði fjölskyldu sína af öllu hjarta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jafnt í Boganum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Norskur læknir með vondar fréttir fyrir Arsenal

Norskur læknir með vondar fréttir fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno ætlar að afþakka Sádí Arabíu aurana í janúar

Bruno ætlar að afþakka Sádí Arabíu aurana í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segist fá ótrúlega hjálp frá Aroni Einari í landsliðinu – „Ef ég hef spurningar þá er hann klár að gefa ráð“

Segist fá ótrúlega hjálp frá Aroni Einari í landsliðinu – „Ef ég hef spurningar þá er hann klár að gefa ráð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar átti erfitt með að ná í menn á mánudag – Segir þá hafa verið þunna

Arnar átti erfitt með að ná í menn á mánudag – Segir þá hafa verið þunna