Tom Lockyer er byrjaður að æfa með Bristol Rovers og gæti verið á leið aftur til félagsins þar sem atvinumannaferill hans hófst.
Lockyer, sem er 30 ára gamall, hefur ekki spilað keppnisleik síðan hann fékk hjartastopp í leik með Luton gegn Bournemouth í desember 2023.
Þetta var í annað sinn á sama ári sem hann hneig niður á vellinum, en hann hneig einnig niður í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni gegn Coventry.
Hann æfir nú með Bristol Rovers og gæti skrifað undir samning. Liðið spilar í ensku D-deildinni og yrði stórt fyrir það að fá Lockyer.