Stjörnustelpan Klara Kristín Kjartansdóttir er nú komin á fullt hjá Benfica akademíunni í Flórída í Bandaríkjunum, sem var sett á stofn fyrr á þessu ári.
Klara á ekki langt að sækja íþróttahæfileika sína en foreldrar hennar eru Kjartan Atli Kjartansson og Pálína María Gunnlaugsdóttir fyrrum körfuboltafólk.
Klara Kristín gerði einmitt sinn fyrsta samning við Stjörnuna fyrr í ár og framtíðarleikmaður félagsins samkvæmt heimasíðu þess.
Klara Kristín er hluti af fyrstu árgöngunum sem leika fyrir hönd félagsins í Bandaríkjunum. Akademía Benfica í Portúgal er heimsþekkt, enda hafa margir frábærir leikmenn þróað leik sinn þar.
Félagið rekur auk þess akademíu í Brasilíu, Fílabeinsströndinni og nú í Bandaríkjunum. Um er að ræða afar metnaðarfullt verkefni og var mikið kapp lagt á að stúlknalið akademíunnar yrði eitt það sterkasta í Bandaríkjunum.
Klara er ein af 16 stelpum sem eru í akademíunni og koma þær víða að, en all nokkrar hafa leikið unglingalandsleiki fyrir hönd sinna þjóða. Akademían er starfrækt á hluta af glæsilegu háskólasvæði St. Leo sem er í grennd við Tampa.