fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
433Sport

Klara Kristín spilar fyrir Benfica í Bandaríkjunum – Foreldrar hennar þekkt íþróttafólk

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. október 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnustelpan Klara Kristín Kjartansdóttir er nú komin á fullt hjá Benfica akademíunni í Flórída í Bandaríkjunum, sem var sett á stofn fyrr á þessu ári.

Klara á ekki langt að sækja íþróttahæfileika sína en foreldrar hennar eru Kjartan Atli Kjartansson og Pálína María Gunnlaugsdóttir fyrrum körfuboltafólk.

Klara Kristín gerði einmitt sinn fyrsta samning við Stjörnuna fyrr í ár og framtíðarleikmaður félagsins samkvæmt heimasíðu þess.

Klara Kristín er hluti af fyrstu árgöngunum sem leika fyrir hönd félagsins í Bandaríkjunum. Akademía Benfica í Portúgal er heimsþekkt, enda hafa margir frábærir leikmenn þróað leik sinn þar.

Félagið rekur auk þess akademíu í Brasilíu, Fílabeinsströndinni og nú í Bandaríkjunum. Um er að ræða afar metnaðarfullt verkefni og var mikið kapp lagt á að stúlknalið akademíunnar yrði eitt það sterkasta í Bandaríkjunum.

Klara er ein af 16 stelpum sem eru í akademíunni og koma þær víða að, en all nokkrar hafa leikið unglingalandsleiki fyrir hönd sinna þjóða. Akademían er starfrækt á hluta af glæsilegu háskólasvæði St. Leo sem er í grennd við Tampa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stóri dómurinn gæti fallið yfir City á allra næstu dögum

Stóri dómurinn gæti fallið yfir City á allra næstu dögum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vonast til að Lammens sé Courtois 2.0

Vonast til að Lammens sé Courtois 2.0
433Sport
Í gær

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla
433Sport
Í gær

Vilja halda Rashford en nokkrar leiðir koma til greina

Vilja halda Rashford en nokkrar leiðir koma til greina