fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Ellefu mánaða fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnungri stjúpdóttur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. október 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið dæmdur í ellefu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og stórfellt brot í nánu sambandi gegn stjúpdóttur sinni. Brotin áttu sér stað á árunum 2018-2020 á sameiginlegu heimili þeirra í Reykjavík þegar stúlkan var 12-14 ára gömul.

Brotin áttu sér flest stað í svefnherbergi stúlkunnar eftir að hún hafði gengið til náða. Meðal annars var manninum gert að sök að hafa þyklað á kynfærum hennar innanklæða, sleikt eða reynt að sleikja á henni tærnar og fyrir að hafa fróað sér yfir henni á meðan hún lá í rúmi sínu. Eins hafði hann í eitt skiptið opnað læsingu á baðherbergishurð og horft þar á stúlkuna á nærfötunum, sem særði blygðunarsemi hennar. Loks sendi hann henni ítrekað klámfengnar ljósmyndir sem sýndu fullorðið fólk stunda kynlíf.

Maðurinn játaði sök og viðurkenndi bótaskyldu í málinu. Hann átti ekki sakaferil að baki og það ásamt játningu horfði honum til málsbóta. Dómari gat þó ekki litið fram hjá því að brotin beindust að barni, stjúpdóttur hans, á sameiginlegu heimili þeirra og fóru flest fram í svefnherbergi hennar eftir að hún hafði gengið til náða. Brotaþoli hafði engin önnur hús að vernda, en Ísland er ekki hennar föðurland. Hún hafði bara heimili sitt, móður sína og svo ákærða. Afleiðing brota ákærða var sú að stúlkan var vistuð á vegum barnaverndar utan heimilis og hefur búið hjá vandalausum síðan. Þannig hafi ákærði brotið frekarlega gegn trúnaðarskyldum sínum gagnvart stjúpdóttur sinni með ítrekaðri háttsemi sem hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola, bæði félagslega og andlega. Stúlkan glímir í dag við andlega erfiðleika, meðal annars áfallastreitu og þunglyndi. Brot ákærða þóttu því sérstaklega ófyrirleitin.

Dómari gerði athugasemd við óhæfilegan drátt sem varð á rekstri málsins en skýrsla var tekin af stúlkunni í maí árið 2022 og næstu mánuði á eftir fór rannsókn málsins í aðalatriðum fram. Engu að síður lauk rannsókn ekki formlega fyrr en í júní á þessu ári og hefur engin haldbær skýring fengist á þessum drætti sem dómari telur ganga bæði gegn lögum um meðferð sakamála og meginreglu 70. gr. stjórnarskrár Íslands um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma.

Hæfileg refsing þótti því ellefu mánaða fangelsi og með hliðsjón af sakargiftum þóttu ekki forsendur til að binda refsingu skilorði. Eins var ákærða gert að greiða stúlkunni 2,5 milljónir í miskabætur.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu: „Við höfum misst allt samband“ – Var í skipi sem var stöðvað í nótt

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu: „Við höfum misst allt samband“ – Var í skipi sem var stöðvað í nótt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slökkviliðskona hefndi sín á fyrrverandi – Dreifði viðbjóði á lóðinni hjá honum

Slökkviliðskona hefndi sín á fyrrverandi – Dreifði viðbjóði á lóðinni hjá honum
Fréttir
Í gær

Ásdís bæjarstjóri harðlega gagnrýnd fyrir ásakanir um að BSRB hafi keypt rannsókn – „Hefur hún reynslu af því?“

Ásdís bæjarstjóri harðlega gagnrýnd fyrir ásakanir um að BSRB hafi keypt rannsókn – „Hefur hún reynslu af því?“
Fréttir
Í gær

Atvinnurekendur á Kársnesi gagnrýna harðlega fyrirhugaða legu Borgarlínu – Segja starfsemi sína setta í uppnám

Atvinnurekendur á Kársnesi gagnrýna harðlega fyrirhugaða legu Borgarlínu – Segja starfsemi sína setta í uppnám
Fréttir
Í gær

Spreyjað á fjórar bifreiðar og stungið á dekk

Spreyjað á fjórar bifreiðar og stungið á dekk
Fréttir
Í gær

Jordan Peterson var við dauðans dyr – Dóttir hans deilir fréttum af heilsu hans

Jordan Peterson var við dauðans dyr – Dóttir hans deilir fréttum af heilsu hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gítar Guðmundar er fundinn – Þakklátur þeim sem lýstu eftir honum

Gítar Guðmundar er fundinn – Þakklátur þeim sem lýstu eftir honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Petrína fengið nóg: „Skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka”

Petrína fengið nóg: „Skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka”